Velkomin á vef Draumagarða

Draumagarðar bíður garðeigendum alhliða skrúðgarðaþjónustu.  Undanfarin ár höfum við verið vinsæll valkostur fyrir þá sem vilja slaka á í garðinum og sjá hann blómstra og dafna með hjálp okkar fagfólks.  Eigendur Draumagarða eru Leiknir Ágústsson skrúðgarðyrkjumeistari og Tinna Björk Halldórsdóttir skrúðgarðyrkjufræðingur.  Hjá okkur starfa skrúðgarðyrkjumeistari, skrúðgarðyrkjufræðingar og garðyrkjufræðingar.  Undir handleiðslu þeirra starfa svo okkar garðyrkjumenn.  Skrúðgarðaþjónusta eins og nýframkvæmdir, hellulagnir, hreinsun á hellulögn, grjóthleðslur, þökulagnir, gróðursetning, trjáklippingar, trjáfellingar, stubbatæting, beðahreinsun, umhirða gróðurbeða, umhirða grænna svæða, garðsláttur, mosatæting, garðaúðun, sólpallar, skjólgirðingar, kirkjugarðaþjónusta (leiðaþjónusta) og fl.

Fréttir og greinar

Þriðjudagur, 2. maí 2017 - 17:30

Erum byrjuð að klippa og snyrta garða fyrir sumarið.  Líkt og undandfarin ár erum við byrjuð að forma limgerði, klippa runna og stök tré í hinum ýmsu görðum á höfuðborgarsvæðinu.  Flestar tegundir hafa komið ágætlega undan vetri en auðvitað eru alltaf einhver tré sem taka á sig mikinn vind sem hafa orðið fyrir stökum brotum.  Grasflatirnar eru nokkuð góðar enda verið vel hugsað um þær undanfarin ár.  Vonumst til að sjá sólina meira á næstu vikum :)

 

Föstudagur, 1. janúar 2016 - 17:30

Draumagarðar óskar viðskiptavinum sem og öðrum garðeigendum gleðilegs nýs árs 2016 og þakkar samfylgdina á árinu 2015.  Draumagarðar mun áfram leggja sig fram við sinna görðunum ykkar með góðu starfsfólki sem leggur metnað í að leysa vel öll garðverkefni sem okkur er treyst fyrir.  Ef það verður snjóþungt munum við aðstoða ykkur við snjómokstur á innkeyrslum og göngustígum.  Gangi ykkur vel og sjáumst hress á nýju ári.

 

Pages