Fenjasýprus. Er það tré?

Föstudagur, 20. febrúar 2015 - 13:15

Cupressaceae – Þallarætt (Var áður staðsett í Taxodiaceae en nú er búið að fella hana undir Þallarættina)  Merking: Taxodium. Sá sem líkist Taxus, Distichum: tveggja raða gagnstæð blöð. Vaxtarlag fenjasýpruss er misjafnt eftir aldri. Ung tré eru Pýramídlaga en með aldrinum flest krónan út. Það getur orðið allt að 18 m á breidd og yfir 40 m hátt, með trjástofn í brjósthæð allt að 3 m í þvermál eða meira. Neðsti hluti bols er yfirleitt mun breiðari en annar hluti bols. Í vætu myndar það „hné“ Smágreinar eru mjög þunnar, flatar, grænar á sumri en verða brúnar. Brumin mjög smá, brún og kringlótt. Óvenjulegt meðal barrtrjáa er að Fenjasýprusinn fellir barrið seint að hausti.

Náttúrlegu heimkenni fenjasýpruss eru í fenjum, flóðarsvæðum og á bökkum áa og vatna í suðaustur BNA, á strandssvæðum frá suðausturhluta Delaware til suður Texas og upp til Missisippi dals til suðurhluta Illinois.

Nálar eru: Gagnstæðar, samsettar, fjaðraðar. Hliðargreinar raðast skrúfstætt á árssprotann en snúast við blaðfótinn þannig að þau raðast í tvær láréttar raðir, en smáblöðin eða nálarnar eru gagnstæðar á hliðargrein. Nálar útstæðar. Líkjast burknalaufum. Heilrenndar.

Börkur er ljós grár til rauðbrúnn, trefjóttur eða hreistraður. Hann raðast stundum í ferninga sem líkist krókódílaskinni. Oft tættur.

Haustlitir eru rauðbrúnir út í gult og eru mjög sterkt einkenni á þessu barrtré.

Karlkyns könglar í drjúpandi, löngum, puntum. Kvenkyns eru kringlóttar til sporöskjulaga ca. 2,5 cm í þvermál hreistraðar, leðurkenndir og hrukkóttir og myndast yfirleitt við enda smágreina. Þroskast síðsumars og eru eitt ár að þroskast. Svo opnast þeir og hleypa út stóru fræi. Saman mynda þau grannan skúf við enda greinanna.

Þrífst best í sól en þolir hálfskugga. Kímplöntur og mjög ung tré þola skuggan betur, rakur, súr jarðvegur, næringarríkur, þolir vel að standa í mjög blautum jarðvegi, en alls ekki basískan jarðveg. Þolir einnig að vera í mjög þurrum jarðvegi. Nálar verða gulleitar í hlutlausum eða basískum jarðvegi.

Mjög blaðfallegt tré, laufskrúðið er fjaðurkennt/dúnkennt og haustlitirnir mjög fallegir. Tegund í útrýmingarhættu og því nauðsynlegt að ná í eitt og eiga hérna á Reykjum. Þolir mikla vetrarkulda og heit sumur. Notuð sem skugggjafi og laufþekja þess notuð til að aðstoða við að hafa stjórn á moskítóflugum. Þar sem laufþekjan verður mjög breið á gömlum trjám og moskítóflugur einfaldlega lokaðar úti.

Besta leiðin í klippingu á fenjasýprus er að þynna krónuna. Með því er samkeppni í krónunni stjórnað og birta kemst í gegnum hana og hjálpar nýspýruðum kímplöntum. Síðan er fenjarotta einhver sem ræðst af mikilli hörku á nýspíraðar kímplöntur áður en þær ná að festa rætur og þannig drepa þær.Efasemdir eru um að hún eigi mikla möguleika á Íslandi þar sem hún vill helst heit sumur og kaldan vetur. Það væri helst á afar skjólgóðum stað á Akureyri, með rakan, súran jarðveg. Væri gott götutré þar sem rætur eru ekki viðkvæmar fyrir köfnun. Gott að staðsetja hann á flóðasvæðum þar sem það hjálpar mikið til við þurrkun á jarðvegi. Ræktaður upp af fræi eða með afklippum, en það hefur ekki gefið nógu góða raun. Ef honum er plantað nálægt/í vatni þá koma ræturnar upp á yfirborð og mynda „hné“ sem talin eru hjálpa rótum við súrefnisupptöku, eða að virka sem akkeri fyrir þetta þunga tré því jarðvegur í vatni er losaralegur.

Fenjasýprus hefur verið kallaður eilífðarviður vegna þess að það er rotnar/fúnar ekki auðveldlega. Víðáttumikil fen hafa verið tæmd af honum til að nota viðinn í byggingar á bryggjum, brúm, bátum og byggingum. Þurrkun/drenun á sýprusfenum og uppfyllingar á þeim sem og aldagömul rányrkja á trjánum. Hafa gríðarlega skert fjölda einstaklinga í tegundinni, sérstaklega á gömlum og hávöxnum eintökum.

„Gagnlegar upplýsingar“ Þegar eldingu slær niður í grenitré þá brennur ræma niður með stofninum að jörðinni og venjulega drepur það tréð. En þegar elding nær í fenjasýprus, springur það venjuleg og þeytir frá sér spítnabrak marka metra á allar áttir. En tréð deyr ekki heldur vex það upp aftur úr skemmda stofninum.

Tinna Björk Halldórsdóttir Skrúð- og garðyrkjufræðingur