Gleðilegt nýtt ár 2016

Föstudagur, 1. janúar 2016 - 17:30

Draumagarðar óskar viðskiptavinum sem og öðrum garðeigendum gleðilegs nýs árs 2016 og þakkar samfylgdina á árinu 2015.  Draumagarðar mun áfram leggja sig fram við sinna görðunum ykkar með góðu starfsfólki sem leggur metnað í að leysa vel öll garðverkefni sem okkur er treyst fyrir.  Ef það verður snjóþungt munum við aðstoða ykkur við snjómokstur á innkeyrslum og göngustígum.  Gangi ykkur vel og sjáumst hress á nýju ári.