Snjómokstur í fullu fjöri

Laugardagur, 5. desember 2015 - 10:00

Erum byrjuð að moka snjó fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki.  Það hefur snjóað óvenjumikið undanfarið og snjóbræðslurnar hjá fólki hafa ekki undan.  Snjódýptin á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið meiri í þrjátíu ár.  Vandamál hafa skapast hjá fólki þar sem miklir snjóruðningar myndast fyrir utan hús hjá þeim sem erfitt er að moka í burtu.  Við mokum þessum snjóruðningum í burtu frá innkeyrslum og gönguleiðum.  Einnig handmokum við þær leiðir sem litla grafan okkar kemst ekki að.  Síðan höfum við sandað og saltað eftir óskum hverju sinni.