Trjáklippingar fyrir sumarið 2013

Miðvikudagur, 13. March 2013 - 10:45

Nú er góður tími til að klippa limgerði og runna, eða á meðan plönturnar eru í dvala. Á þessum tíma er gott að sjá greinabygginguna sem er mikilvægt ef vel á að takast við trjáklippingarnar. Eldri og úr sér vaxin limgerði þarf oft að klippa í áföngum til þess að nauðsynleg endurnýjun eigi sér stað.

Niðurklipping á limgerði (hekki) skal eingöngu framkvæmt ef mat garðyrkjufræðinga segir til um það. Oft eru aðrar ástæður en eingöngu plantan sjálf sem veldur því að trjágróðurinn nær sér ekki á strik. Það getur verið lélegur jarðvegur, næring, skjól og vatnsbúskapur. Gott er að fá hjálp hjá garðyrkjufræðingi til að meta þessa þætti.  Hringdu og láttu garðyrkjufræðinga okkar um trjáklippingarnar

  • Trjáklippingar fyrir sumarið 2013