Trjáklippingar komnar á fullt skrið

Þriðjudagur, 2. maí 2017 - 17:30

Erum byrjuð að klippa og snyrta garða fyrir sumarið.  Líkt og undandfarin ár erum við byrjuð að forma limgerði, klippa runna og stök tré í hinum ýmsu görðum á höfuðborgarsvæðinu.  Flestar tegundir hafa komið ágætlega undan vetri en auðvitað eru alltaf einhver tré sem taka á sig mikinn vind sem hafa orðið fyrir stökum brotum.  Grasflatirnar eru nokkuð góðar enda verið vel hugsað um þær undanfarin ár.  Vonumst til að sjá sólina meira á næstu vikum :)