Fréttir

Þriðjudagur, 2. maí 2017 - 17:30

Erum byrjuð að klippa og snyrta garða fyrir sumarið.  Líkt og undandfarin ár erum við byrjuð að forma limgerði, klippa runna og stök tré í hinum ýmsu görðum á höfuðborgarsvæðinu.  Flestar tegundir hafa komið ágætlega undan vetri en auðvitað eru alltaf einhver tré sem taka á sig mikinn vind sem hafa orðið fyrir stökum brotum.  Grasflatirnar eru nokkuð góðar enda verið vel hugsað um þær undanfarin ár.  Vonumst til að sjá sólina meira á næstu vikum :)

 

Föstudagur, 1. janúar 2016 - 17:30

Draumagarðar óskar viðskiptavinum sem og öðrum garðeigendum gleðilegs nýs árs 2016 og þakkar samfylgdina á árinu 2015.  Draumagarðar mun áfram leggja sig fram við sinna görðunum ykkar með góðu starfsfólki sem leggur metnað í að leysa vel öll garðverkefni sem okkur er treyst fyrir.  Ef það verður snjóþungt munum við aðstoða ykkur við snjómokstur á innkeyrslum og göngustígum.  Gangi ykkur vel og sjáumst hress á nýju ári.

 

Laugardagur, 5. desember 2015 - 10:00

Erum byrjuð að moka snjó fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki.  Það hefur snjóað óvenjumikið undanfarið og snjóbræðslurnar hjá fólki hafa ekki undan.  Snjódýptin á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið meiri í þrjátíu ár.  Vandamál hafa skapast hjá fólki þar sem miklir snjóruðningar myndast fyrir utan hús hjá þeim sem erfitt er að moka í burtu.  Við mokum þessum snjóruðningum í burtu frá innkeyrslum og gönguleiðum.  Einnig handmokum við þær leiðir sem litla grafan okkar kemst ekki að.  Síðan höfum við sandað og saltað eftir óskum hverju sinni.

Pages