Fréttir

Fimmtudagur, 23. apríl 2015 - 17:30

Draumagarðar eru þessa dagana á fullri ferð að klippa garða víða um höfuðborgina.  Enn erum við að fella tré eða að saga niður tré sem fóru illa í óveðrinu í mars síðastliðinn.  Við þessar klippingar hefur nokkuð borið á slæmum brotum á stórum trjám sem gott er að fjarlægja til að koma í veg fyrir meiri skemmdir. 

Trjáklippingar
Miðvikudagur, 13. March 2013 - 10:45

Nú er góður tími til að klippa limgerði og runna, eða á meðan plönturnar eru í dvala. Á þessum tíma er gott að sjá greinabygginguna sem er mikilvægt ef vel á að takast við trjáklippingarnar. Eldri og úr sér vaxin limgerði þarf oft að klippa í áföngum til þess að nauðsynleg endurnýjun eigi sér stað.

Niðurklipping á limgerði (hekki) skal eingöngu framkvæmt ef mat garðyrkjufræðinga segir til um það. Oft eru aðrar ástæður en eingöngu plantan sjálf sem veldur því að trjágróðurinn nær sér ekki á strik. Það getur verið lélegur jarðvegur, næring, skjól og vatnsbúskapur. Gott er að fá hjálp hjá garðyrkjufræðingi til að meta þessa þætti.  Hringdu og láttu garðyrkjufræðinga okkar um trjáklippingarnar

Trjáklippingar fyrir sumarið 2013
Fimmtudagur, 31. janúar 2013 - 12:45

Við hjá Draumagörðum erum þessa dagana byrjuð að taka niður pantanir á trjáklippingum. Með hækkandi sól vonum við að geta byrjað að klippa limgerði og runna fyrir viðskiptavini okkar. Til þess að viðhalda góðu heilbrigði hjá trjám og runnum er gott að klippa þau reglulega og rétt klipping skiptir þar höfuðmáli. Þú getur treyst því að fá fallega blómstrun eftir meðhöndlun okkar garðyrkjufræðinga. Með vor í hjarta og fallega klippta garða.  Kveðja starfsfólk Draumagarða

Trjáklippingar í vor 2013

Pages