Garðablóm

Föstudagur, 20. febrúar 2015 - 14:00

Hádegisblóm er lítil ættkvísl með sex tegundum einærra, fremur lágvaxinna og safaríka jurta. Heimkynni blómsins er í Suður Afríku og er mjög líklegt að sjá hádegisblómið í fallegum skrúða ef farið er um höfuðborgina á sólríkum degi.Tegundirnar eru með stórum blómum sem eru gul, rauð, hvít eða fjólublá.

Garðasortir hádegisblóma eru sennilega blendingar hádegisblóms og einnar eða fleiri tegundar sömu ættkvíslar.  Hádegisblóm - D. bellidiformis er um 10 cm á hæð. Þetta eru skrautleg og falleg sumarblóm með jarðlægum, blöðóttum stönglum og þykkum safamiklum blöðum. Litadýrðin setur skemmtilegan svip á þessi vinsælu blóm. 

Hádegisblóm henta í flestar gerðir af beðum og hafa verið vinsælar gróðursettar í breiður, stök beð og steinahæðir.

 

Hádegisblóm