Greinar

Föstudagur, 20. febrúar 2015 - 13:15

Cupressaceae – Þallarætt (Var áður staðsett í Taxodiaceae en nú er búið að fella hana undir Þallarættina)  Merking: Taxodium. Sá sem líkist Taxus, Distichum: tveggja raða gagnstæð blöð. Vaxtarlag fenjasýpruss er misjafnt eftir aldri. Ung tré eru Pýramídlaga en með aldrinum flest krónan út. Það getur orðið allt að 18 m á breidd og yfir 40 m hátt, með trjástofn í brjósthæð allt að 3 m í þvermál eða meira. Neðsti hluti bols er yfirleitt mun breiðari en annar hluti bols. Í vætu myndar það „hné“ Smágreinar eru mjög þunnar, flatar, grænar á sumri en verða brúnar. Brumin mjög smá, brún og kringlótt. Óvenjulegt meðal barrtrjáa er að Fenjasýprusinn fellir barrið seint að hausti.

Náttúrlegu heimkenni fenjasýpruss eru í fenjum, flóðarsvæðum og á bökkum áa og vatna í suðaustur BNA, á strandssvæðum frá suðausturhluta Delaware til suður Texas og upp til Missisippi dals til suðurhluta Illinois.

Nálar eru: Gagnstæðar, samsettar, fjaðraðar. Hliðargreinar raðast skrúfstætt á árssprotann en snúast við blaðfótinn þannig að þau raðast í tvær láréttar raðir, en smáblöðin eða nálarnar eru gagnstæðar á hliðargrein. Nálar útstæðar. Líkjast burknalaufum. Heilrenndar.

Börkur er ljós grár til rauðbrúnn, trefjóttur eða hreistraður. Hann raðast stundum í ferninga sem líkist krókódílaskinni. Oft tættur.

Haustlitir eru rauðbrúnir út í gult og eru mjög sterkt einkenni á þessu barrtré.

Karlkyns könglar í drjúpandi, löngum, puntum. Kvenkyns eru kringlóttar til sporöskjulaga ca. 2,5 cm í þvermál hreistraðar, leðurkenndir og hrukkóttir og myndast yfirleitt við enda smágreina. Þroskast síðsumars og eru eitt ár að þroskast. Svo opnast þeir og hleypa út stóru fræi. Saman mynda þau grannan skúf við enda greinanna.

Þrífst best í sól en þolir hálfskugga. Kímplöntur og mjög ung tré þola skuggan betur, rakur, súr jarðvegur, næringarríkur, þolir vel að standa í mjög blautum jarðvegi, en alls ekki basískan jarðveg. Þolir einnig að vera í mjög þurrum jarðvegi. Nálar verða gulleitar í hlutlausum eða basískum jarðvegi.

Mjög blaðfallegt tré, laufskrúðið er fjaðurkennt/dúnkennt og haustlitirnir mjög fallegir. Tegund í útrýmingarhættu og því nauðsynlegt að ná í eitt og eiga hérna á Reykjum. Þolir mikla vetrarkulda og heit sumur. Notuð sem skugggjafi og laufþekja þess notuð til að aðstoða við að hafa stjórn á moskítóflugum. Þar sem laufþekjan verður mjög breið á gömlum trjám og moskítóflugur einfaldlega lokaðar úti.

Besta leiðin í klippingu á fenjasýprus er að þynna krónuna. Með því er samkeppni í krónunni stjórnað og birta kemst í gegnum hana og hjálpar nýspýruðum kímplöntum. Síðan er fenjarotta einhver sem ræðst af mikilli hörku á nýspíraðar kímplöntur áður en þær ná að festa rætur og þannig drepa þær.Efasemdir eru um að hún eigi mikla möguleika á Íslandi þar sem hún vill helst heit sumur og kaldan vetur. Það væri helst á afar skjólgóðum stað á Akureyri, með rakan, súran jarðveg. Væri gott götutré þar sem rætur eru ekki viðkvæmar fyrir köfnun. Gott að staðsetja hann á flóðasvæðum þar sem það hjálpar mikið til við þurrkun á jarðvegi. Ræktaður upp af fræi eða með afklippum, en það hefur ekki gefið nógu góða raun. Ef honum er plantað nálægt/í vatni þá koma ræturnar upp á yfirborð og mynda „hné“ sem talin eru hjálpa rótum við súrefnisupptöku, eða að virka sem akkeri fyrir þetta þunga tré því jarðvegur í vatni er losaralegur.

Fenjasýprus hefur verið kallaður eilífðarviður vegna þess að það er rotnar/fúnar ekki auðveldlega. Víðáttumikil fen hafa verið tæmd af honum til að nota viðinn í byggingar á bryggjum, brúm, bátum og byggingum. Þurrkun/drenun á sýprusfenum og uppfyllingar á þeim sem og aldagömul rányrkja á trjánum. Hafa gríðarlega skert fjölda einstaklinga í tegundinni, sérstaklega á gömlum og hávöxnum eintökum.

„Gagnlegar upplýsingar“ Þegar eldingu slær niður í grenitré þá brennur ræma niður með stofninum að jörðinni og venjulega drepur það tréð. En þegar elding nær í fenjasýprus, springur það venjuleg og þeytir frá sér spítnabrak marka metra á allar áttir. En tréð deyr ekki heldur vex það upp aftur úr skemmda stofninum.

Tinna Björk Halldórsdóttir Skrúð- og garðyrkjufræðingur

mánudagur, 9. febrúar 2015 - 13:15

lpareynir - Sorbus Mougeotii (Munkareynir)  Merking: Sorbus er sennilega dregið af sögninni sorbeo: að sjúga upp, kyngja eða gleypa. Mougeotii þýðir munkur.  Heimkynni Alpareynis er í Norður Evrópu og Alpafjöllunum. Hann getur orðið 20 m. hár í heimkynnum sínum, en verður 6 – 8 m. hár á Íslandi. Kjörlendi hans er í djúpum frjóum og meðalrökum jarðvegi.  Vaxtarlagi Alpareynis er lýst sem stórum runna eða keilulaga tré. Greinarnar eru rauðbrúnar og yfirleitt með hvassa greinavinkla. Eru reglulegar og útstæðar. Árssprotar eru rauðbrúnir og börkurinn er sléttur og ljósgrár. Brumin er dreifð og oddhvöss á greinunum og brumhlífðarblöðin eru rauðbrún út í grænt og með léttum dúnblæ. 

Draumagarðar bjóða uppá lagningu á öllum gerðum á þökum.  Mest er þó lagt af svokölluðum túnþökum en þær geta verið mismunandi að gerð.  En helsti munurinn er hlutfall grastegunda en það getur verið nokkuð breytilegt.  Fyrir þá garðeigendur sem vilja að garðar sínir líkist sem næst guðs grænni náttúrunni þá hafaúthagaþökur og lyngþökur verið vinsælar.  Ekki er alveg sama hvernig er gengið frá þessum þökum en garðyrkjufræðingar okkar meta það hverju sinni hvernig uppbygging á jarðveginum skal vera.

En getur flötin hjá mér orðið líkt oggolfvöllur eða knattspyrnuvöllur ?

Já, það er alveg hægt en þá skiptir miklu máli að gera þetta rétt frá byrjun.  En að sjálfsögðu er það aðeins meiri vinna bæði við lagningu og umhirðu sem við getum séð um frá A-Ö.

Þannig að það skiptir ekki máli hvort þú ert að leita eftir að fá einfalda flöt til leikja og yndisauka eða hágæða flöt í minigolfið þá ert þú á réttum stað.  Þú ert í góðum höndum hjá garðyrkjufræðingum og skrúðgarðyrkjufræðingum okkar.

Hvernig er hægt að fjölga þessu glæsitré?
Yfirleitt er Alpareynir fjölgað með fræi en hægt að fjölga líka með sumargræðlingum.  Alpareynir er töluvert harðger en getur kalið á vorin í uppvextinum. Hann er hægvaxta og er auðveldur í ræktun.

Trjáklippingar:  Hann er seltuþolinn, auðvelt er að klippa í einstofna tré og myndar hann þá góða og breiða krónu. Hægt að nota í stór limgerði eða sem stakstætt tré. Náskyldur Silfurreyni (Sorbus intermedia) og Goðareyni (Sorbus latifolia) og er mjög svipaður Sorbus anglica.

Blóm Alpareynisins eru tvíkynja og hann er því sjálfsfrjóvgandi. Kjöraðstæður eru í léttum sandkenndum jarðvegi sem heldur þó vel raka. Þolir að vera í hálfskugga en það kemur þá alltaf niður á blómgun. Oftast notaður stakstæður, eða í þyrpingar. Hægt að nota líka í klippt og óklippt limgerði. Berin er æt, bæði hrá og elduð. Ef þau eru étin í byrjun sept eru þau ekki alveg þroskuð og hafa þó örlítið sætt bragð. Best er þó að geyma berin á þurrum og köldum stað þar til þau eru nánast rotin. Þá eru þau best á bragðið, hafa jafnvel svipað bragð og bestu ávextir. Berin eru um 8-10 mm að þvermáli. Við náum þó yfirleitt ekki í berin því fuglarnir eru sólgnir í þau.

Talið er að Danir hafi farið að framleiða sorbus mougeotii (Alpareyni) í stað sorbus intermedia (Silfurreyni) því hann fékk á sig svo mikinn spunamaur og geislablettasvepp, en héldu þó áfram að selja hann til okkar og á aðra staði sem Silfurreyni. Sumir myndu nú segja að það væru vörusvik...

Fræin innihalda vetnis blásýru. En það er innihaldsefnið sem gefur Möndlum hið einkennandi bragð. Þetta ætti samt að vera fullkomlega öruggt í hóflegum skömmtum, nema ef fræið er mjög beiskt á bragðið. Í smáum skömmtum hefur verið sýnt fram á að vetnis blásýran örvi öndun og bæti meltingu. Það er einnig fullyrt að það sé til góðs í meðferð á krabbameini. Í óhófi hinsvegar getur þetta leitt til öndunar misbrests og jafnvel dauða.

Tinna Björk Halldórsdóttir garðyrkjufræðingur

 

Fimmtudagur, 15. janúar 2015 - 13:15

Að fjárfesta í sígrænum plöntum og umhirða þeirra getur verið nokkuð dýrt og tímafrekt fyrir garðeigendur ef ekki er rétt að farið í byrjun. Þess vegna bendum við fólki á að nauðsynlegt er að taka réttar ákvarðanir í upphafi þegar farið er út í gróðursetningu og val á plöntum. Til að velja vel þarftu að hafa þrenns konar grunnhugmyndir í huga: Fyrst þarftu að vita stærð þess rýmis sem þú ætlar að gróðursetja í. Svo þarftu að gera þér grein fyrir hvort vaxtarskilyrði í garðinum þínum henti þeirri tegund sem þú hefur í huga. Að lokum þarftu að gera þér grein fyrir hversu stór plantan eða tréð verður fullvaxin. Tré lítur sakleysislega út í pottunum á garðyrkjustöðvunum en getur orðið tröllvaxið þegar fullum vexti er náð.

Nokkuð vandasamt getur reynst að klippa til sígrænu plönturnar þannig að vel til takist. Hér eru nokkrar grundvallarreglur og útskýringar á þeim:

Flest sígræn tré er best að klippa snemma að vori áður en nývöxtur hefst, varast skal þó að klippa í frosti. Þegar þetta er gert nær tréð að hylja sárin eftir klippinguna og ný brum ná að harðna fyrir veturinn. Sígræn hekk ætti þó að klippa um mitt sumar, þegar nývöxturinn hefur náð sér vel á strik, því þá er hægt að forma hann betur til.

Tvenns konar klippiaðferðir eru notaðar „klipping til endurnýjunar og viðhalds“ og „stofnun“.
Viðhaldsklipping: Hér er átt við þegar klippt er utan af trénu og það snyrt til. Þarna er einnig átt við þegar klipið er af nýsprottnum hluta trésins.
Þegar talað er um stofnum trés er átt við að stærri greinar eru klipptar af við stofn. Þetta er hægt að gera neðan frá, eða ofarlega í tré til að hleypa birtu inn og hamla vexti.

                                                                                                                                  
Hægt er að skipta sígrænum trjám í tvo aðalflokka: Munurinn felst í laufblöðunum. Blaðrunnar eru eins og orðið gefur til kynna með laufblöðum eða ummynduðum laufblöðum. Þessir runnar eru að ryðja sér til rúms hér á landi, en eru mikið notaðir í nágrannalöndum okkar.
Nálatrén þekkjum við betur en þau hafa þessi sérstöku nálar
Annar meginmunur þessarra tveggja aðalflokka er hvernig þeir eru klipptir. Blaðrunnarnir taka klippingu vel, meðan varlegar þarf að fara með nálatrén.

Reglur til klippingar á blaðlaufsrunnum

Þetta eru runnar og í eðli sínu eru þeir því margstofna.
Það má klippa innúr laufinu ef það er nauðsynlegt til minnkunnar, runninn gæti þó tekið nokkur ár að jafna sig til fulls.
Ef runnarnir eru orðnir úr sér vaxnir mætti prófa að klippa þá í trélaga form með því að stofna þá upp. Oft eru börkurinn fallegur og lögun stofnsins sömuleiðis.
Blómstrandi blaðlaufsrunna (lyngrósin) ætti að klippa fljótlega eftir blómstrun. Annað hvort ætti að taka lítið framan af greinum eða taka alla greinina í heild.

Nokkrar reglur á klippingum sígrænna nálatrjáa
                      
Þessi tré eru í eðli sínu ekki margstofna og ráðlagt er að fækka stofnum snemma á uppvaxtarárum trésins niður í einn.               
Ef trén eru orðin úr sér vaxin og ljót gæti verið betra að skipta þeim út, því afar erfitt er að endunýja úr sér vaxin og illa hirt tré. Vegna þess hversu illa þau taka mikilli klippingu. Þess vegna er best að byrja þegar trén eru ung og klippa lítið á hverju ári.
Þegar hliðargreinar eru klipptar inn má aldrei klippa það langt að engar nálar verði eftir á greininni, því þá nær greinin sér aldrei á strik. Hún verður brún og ljót og lýti á trénu.
Hægt er að klippa greni í kúlu, ef til dæmis stofninn brotnar af þunga snjós. Þetta er samt eitthvað sem tekur tíma og þarf að sinna.

Ávallt ber að nota hreinar og vel beittar klippur.

Hægt er að halda stærð grenitrjáa í skefjun með svokallaðri ósýnilegri klippingu, en þá er klippt utan af nokkrum greinum dreifðum um tréð. Þetta er gert lítið í einu á hverju ári. Einnig er gott og fallegt að klippa grenitrén til í keilu, ef þau er orðin of fyrirferðamikil í garðinum. Þetta setur skemmtilegan svip á garðinn og kemur í veg fyrir að maður þurfi að fella trén. Þetta getur þó tekið langan tíma en er þeim mun svipmeira þegar vel til tekst. Sérstaklega er þetta glæsilegt í litlum görðum þar sem plássið er lítið og þar sem fólk tímir ekki að fjarlægja tréð.
Sígræn tré koma mjög vel út í limgerðum og verða mjög þétt og há. Þau eru hljóðeinangrandi og byrgja algerlega sýn inn í garðinn. Þetta á þó aðeins við í stórum görðum, vegna þess að mikill skuggi myndast af þeim.

Blaðrunnana er auðvelt að klippa til í hvert það form sem þú vilt. Þeir eru oft klipptir í dýraform eða mjög formaða runna. Um að gera er að leita sér aðstoðar og ráðleggingar ef eitthvað vefst fyrir manni. Við getum ekki verið sérfræðingar í öllu J
Svo er það bara að fara út í garð og njóta komandi sumars. Gleðilegt sumar.