Sumarhúsaþjónusta

Vantar þig aðstoð við eða í sumarbústaðnum ?  Við hjá Draumagörðum höfum hjálpað mörgum ánægðum sumarhúsaeigendum við viðhald og nýframkvæmdir á sumarhúsalóðum á suður og vesturlandi.  Þetta eru verkefni á borð við gróðurval, gróðursetning, drenlagnir, hellulagnir, pallasmíði, litlir golfvellir, leiksvæði og margt fleira.