Velkomin á vef Draumagarða

Draumagarðar bíður garðeigendum alhliða skrúðgarðaþjónustu.  Undanfarin ár höfum við verið vinsæll valkostur fyrir þá sem vilja slaka á í garðinum og sjá hann blómstra og dafna með hjálp okkar fagfólks.  Eigendur Draumagarða eru Leiknir Ágústsson skrúðgarðyrkjumeistari og Tinna Björk Halldórsdóttir skrúðgarðyrkjufræðingur.  Hjá okkur starfa skrúðgarðyrkjumeistari, skrúðgarðyrkjufræðingar og garðyrkjufræðingar.  Undir handleiðslu þeirra starfa svo okkar garðyrkjumenn.  Skrúðgarðaþjónusta eins og nýframkvæmdir, hellulagnir, hreinsun á hellulögn, grjóthleðslur, þökulagnir, gróðursetning, trjáklippingar, trjáfellingar, stubbatæting, beðahreinsun, umhirða gróðurbeða, umhirða grænna svæða, garðsláttur, mosatæting, garðaúðun, sólpallar, skjólgirðingar, kirkjugarðaþjónusta (leiðaþjónusta) og fl.

Fréttir og greinar

Laugardagur, 5. desember 2015 - 10:00

Erum byrjuð að moka snjó fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki.  Það hefur snjóað óvenjumikið undanfarið og snjóbræðslurnar hjá fólki hafa ekki undan.  Snjódýptin á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið meiri í þrjátíu ár.  Vandamál hafa skapast hjá fólki þar sem miklir snjóruðningar myndast fyrir utan hús hjá þeim sem erfitt er að moka í burtu.  Við mokum þessum snjóruðningum í burtu frá innkeyrslum og gönguleiðum.  Einnig handmokum við þær leiðir sem litla grafan okkar kemst ekki að.  Síðan höfum við sandað og saltað eftir óskum hverju sinni.

Fimmtudagur, 23. apríl 2015 - 17:30

Draumagarðar eru þessa dagana á fullri ferð að klippa garða víða um höfuðborgina.  Enn erum við að fella tré eða að saga niður tré sem fóru illa í óveðrinu í mars síðastliðinn.  Við þessar klippingar hefur nokkuð borið á slæmum brotum á stórum trjám sem gott er að fjarlægja til að koma í veg fyrir meiri skemmdir. 

Trjáklippingar

Pages