Velkomin á vef Draumagarða

Draumagarðar bíður garðeigendum alhliða skrúðgarðaþjónustu.  Undanfarin ár höfum við verið vinsæll valkostur fyrir þá sem vilja slaka á í garðinum og sjá hann blómstra og dafna með hjálp okkar fagfólks.  Eigendur Draumagarða eru Leiknir Ágústsson skrúðgarðyrkjumeistari og Tinna Björk Halldórsdóttir skrúðgarðyrkjufræðingur.  Hjá okkur starfa skrúðgarðyrkjumeistari, skrúðgarðyrkjufræðingar og garðyrkjufræðingar.  Undir handleiðslu þeirra starfa svo okkar garðyrkjumenn.  Skrúðgarðaþjónusta eins og nýframkvæmdir, hellulagnir, hreinsun á hellulögn, grjóthleðslur, þökulagnir, gróðursetning, trjáklippingar, trjáfellingar, stubbatæting, beðahreinsun, umhirða gróðurbeða, umhirða grænna svæða, garðsláttur, mosatæting, garðaúðun, sólpallar, skjólgirðingar, kirkjugarðaþjónusta (leiðaþjónusta) og fl.

Fréttir og greinar

Laugardagur, 21. febrúar 2015 - 17:30

Ilmreynir er með vinsælustu trjám á Íslandi, enda ekki furða því tréð er undurfagurt. Það setur sterkan svip á miðborg Reykjavíkur þar sem mörg af elstu Ilmreynum eiga sér stað. Tréð vex yfirleitt stakstætt vegna þess hve hann er ljóselskur. Ljós til dökkgrár börkur og hærðir árssprotar. Hann er með stór og mikil endabrum en önnur eru smærri. Þeim er haldið niðri með oxínstyrk. Ilmreynir hefur einnig verið notaður í limgerði með ágætis árangri þar sem sólríkt er. En til að ná fram fallegu limgerði með Ilmreyni þá þarf að nostra dálítið við hann. Vinnan verður síðan endurgoldin margfalt enda fallegt í limgerði. Annars mælum við frekar með trénu stakstæðu en velja þá frekar Silfurreyni í limgerði.  Berin eru vinsæl hjá smáfuglunum sem býr til ævintýralegan fuglasöng í garðinum okkar. Hvað getur það verið rómantískara en fallegur fuglasöngur í garðinum á sólríkum sumardegi. Einnig eru fallegu hvítu blómin sem blómstra í júní mánuði mikið augnakonfekt og sé ekki talað um fagra liti á berjunum sem eru rauðgul, rauð eða dökkrauð seinni part sumars og fram eftir hausti. Haustlitir eru gulur, appelsínugulur til rauður.  Ef fólk er í vandræðum að velja sér tré í garðinn þá er Ilmreynir sígilt tré sem gengur alltaf.

Ilmreynir – Sorbus Aucuparia
Laugardagur, 21. febrúar 2015 - 17:15

Birkikvistur er mjög vinsæll hér á landi og hefur verið mikið gróðursettur í garða. Hann er auðræktaður, harðgerður og gríðarlega blómríkur. Birkikvistur fær ótrúlega fallega haustliti sem kemur út í gulum, blöndu af gulu og rauðu og eldrauðum blöðum.

Hann verður verður um meter á hæð og breidd og blómstrar hvítum smávöxnum blómum á fyrraárs greinum. Nokkuð er um að ófaglærðir “garðyrkjumenn” klippi blómgunina í burtu sökum vankunnáttu sinnar. Þá missa garðeigendur af fallegri blómgun fyrri hluta sumars. Því mælum við ávallt með að leita til skrúð- eða garðyrkjufræðinga þegar kemur að trjáklippingum.  Trjáklippingar á birkikvisti er smá handavinna ef við ætlum að halda í góða blómstrun. Birkikvistur hentar vel sem stakstæður í beði, sem runni, í raðir og klippt sem óklippt í limgerði. Einnig hefur hann verið notaður mikið í steinahæðir og til að binda jarðveg í halla. Hann þrífst vel í hálfskugga, undir stórum trjám og er vinsæll í kerjum á sólpöllum.

Pages