Velkomin á vef Draumagarða

Draumagarðar bíður garðeigendum alhliða skrúðgarðaþjónustu.  Undanfarin ár höfum við verið vinsæll valkostur fyrir þá sem vilja slaka á í garðinum og sjá hann blómstra og dafna með hjálp okkar fagfólks.  Eigendur Draumagarða eru Leiknir Ágústsson skrúðgarðyrkjumeistari og Tinna Björk Halldórsdóttir skrúðgarðyrkjufræðingur.  Hjá okkur starfa skrúðgarðyrkjumeistari, skrúðgarðyrkjufræðingar og garðyrkjufræðingar.  Undir handleiðslu þeirra starfa svo okkar garðyrkjumenn.  Skrúðgarðaþjónusta eins og nýframkvæmdir, hellulagnir, hreinsun á hellulögn, grjóthleðslur, þökulagnir, gróðursetning, trjáklippingar, trjáfellingar, stubbatæting, beðahreinsun, umhirða gróðurbeða, umhirða grænna svæða, garðsláttur, mosatæting, garðaúðun, sólpallar, skjólgirðingar, kirkjugarðaþjónusta (leiðaþjónusta) og fl.

Fréttir og greinar

Föstudagur, 20. febrúar 2015 - 14:15

Stiklur er hægt að nota til að tengja mismunandi rými í garðinum. Hér að neðan er dæmi um tengingu á dvalarsvæði við grasflöt. 

Stiklur í garði
Föstudagur, 20. febrúar 2015 - 14:00

Hádegisblóm er lítil ættkvísl með sex tegundum einærra, fremur lágvaxinna og safaríka jurta. Heimkynni blómsins er í Suður Afríku og er mjög líklegt að sjá hádegisblómið í fallegum skrúða ef farið er um höfuðborgina á sólríkum degi.Tegundirnar eru með stórum blómum sem eru gul, rauð, hvít eða fjólublá.

Garðasortir hádegisblóma eru sennilega blendingar hádegisblóms og einnar eða fleiri tegundar sömu ættkvíslar.  Hádegisblóm - D. bellidiformis er um 10 cm á hæð. Þetta eru skrautleg og falleg sumarblóm með jarðlægum, blöðóttum stönglum og þykkum safamiklum blöðum. Litadýrðin setur skemmtilegan svip á þessi vinsælu blóm. 

Hádegisblóm henta í flestar gerðir af beðum og hafa verið vinsælar gróðursettar í breiður, stök beð og steinahæðir.

 

Hádegisblóm

Pages