Velkomin á vef Draumagarða

Draumagarðar bíður garðeigendum alhliða skrúðgarðaþjónustu.  Undanfarin ár höfum við verið vinsæll valkostur fyrir þá sem vilja slaka á í garðinum og sjá hann blómstra og dafna með hjálp okkar fagfólks.  Eigendur Draumagarða eru Leiknir Ágústsson skrúðgarðyrkjumeistari og Tinna Björk Halldórsdóttir skrúðgarðyrkjufræðingur.  Hjá okkur starfa skrúðgarðyrkjumeistari, skrúðgarðyrkjufræðingar og garðyrkjufræðingar.  Undir handleiðslu þeirra starfa svo okkar garðyrkjumenn.  Skrúðgarðaþjónusta eins og nýframkvæmdir, hellulagnir, hreinsun á hellulögn, grjóthleðslur, þökulagnir, gróðursetning, trjáklippingar, trjáfellingar, stubbatæting, beðahreinsun, umhirða gróðurbeða, umhirða grænna svæða, garðsláttur, mosatæting, garðaúðun, sólpallar, skjólgirðingar, kirkjugarðaþjónusta (leiðaþjónusta) og fl.

Fréttir og greinar

Fimmtudagur, 31. janúar 2013 - 12:45

Við hjá Draumagörðum erum þessa dagana byrjuð að taka niður pantanir á trjáklippingum. Með hækkandi sól vonum við að geta byrjað að klippa limgerði og runna fyrir viðskiptavini okkar. Til þess að viðhalda góðu heilbrigði hjá trjám og runnum er gott að klippa þau reglulega og rétt klipping skiptir þar höfuðmáli. Þú getur treyst því að fá fallega blómstrun eftir meðhöndlun okkar garðyrkjufræðinga. Með vor í hjarta og fallega klippta garða.  Kveðja starfsfólk Draumagarða

Trjáklippingar í vor 2013
Miðvikudagur, 7. nóvember 2012 - 12:45

Nú styttist í að fyrsti sunnudagur í aðventunni renna sitt skeið og því eru margir farnir að huga að jólaskreytingum.  Við erum byrjuð að taka niður pantanir á jólaskreytingum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  Á hverju ári koma nýjar jólaseríur sem vert er að skoða.  Í ár eru það LED-perurnar sem eru að verða mjög vinsælar enda verðið alltaf að lækka á þeim, ásamt því að þær eru afar eyðslugrannar.

Pages