Beðahreinsun
Eru beðin orðin full af illgresi ?
Illgresiseyðing í heimilisgörðum með illgresiseitri ætti aldrei að vera fyrsti kostur. Íslendingar eru því miður skammt komnir með löggjöfina um notkun á illgresislyfjum (eitri), samanborið t.d. við Danmörk sem við viljum oft bera okkur saman við. Enginn fagmaður ætti að mæla með eitrun í beðum í heimilisgörðum fyrr en aðrir kostir hafa verið reyndir.
Hreinsun illgresis þarf ekki að vera mikil vinna ef ráðist er nógu snemma í að fjarlægja illgresið. Um leið og það byrjar að sjást ættu aðgerðir að byrja. Ef beðið er of lengi getur illgresið fellt fræ og þá er erfiðara að eiga við það, a.m.k. verður það meiri vinna.
Við hjá Draumagörðum erum með gott fólk í að hreinsa beðin og að sjálfsögðu kantskera ef með þarf. Slakaðu á í sumar og láttu okkur um að létta þér garðverkin.
Hér getur þú skoðað meira af myndum :)
Hringdu í 698-2020 eða sendu okkur póst á draumagardar@draumagardar.is