Fróðleikur
01.01.2021
Eitt af því sem fylgir því að eiga fasteign er að ganga frá aðkomusvæðum sem í mörgum tilfellum eru leyst með hellulögðum stígum og innkeyrslum. Það fylgir góð tilfinning því að ganga um nýlagða hellulögn sem er slétt og þægileg að ganga eftir. Hvort sem þú ert ungur eða gamall auðvelda hellulagðir stígar umgengni til og frá fasteign og við allar daglegar athafnir.
Lesa meira
Fróðleikur
10.06.2020
Það er ekki skrítið að Demantsliljan sé vinsæl í heimilisgörðum enda með gullfallegum dökkbláum blómum sem blómstra snemma eða í apríl-maí. Hann er venjulega 10-20 cm á hæð og skartar sínu fegursta í steinahæðum, framarlega í gróðurbeðum eða komið fyrir mill runna sem blómstra síðsumars.
Lesa meira
Fróðleikur
10.06.2020
Silfursóley Ranunculus acanitifolius er afar harðgerður fjölæringur sem er auðveldur í ræktun. Hann er vinsæll í heimagörðum enda blómstrar hann snemma. Í lok maí var hann farinn að blómstra þrátt fyrir kulda og mun hann blómstra fram í júlí. Hann er 40-60 cm á hæð og myndar breiða fallega brúska sem eru tignarlegir með blómstrandi hvítum blómum. Blómin eru hvít með rauðleitum knúppum.
Lesa meira
Fróðleikur
20.03.2020
Hjartafífill Doronicum orientale er harðgerður fjölæringur sem er gríðarlega fallegur og hentar vel í gróðurbeð þar sem sólar nýtur. Blómstrar í júní og er 30-50 cm á hæð. Fæst á flestum gróðrastöðvum.
Lesa meira
Fróðleikur
09.02.2015
lpareynir - Sorbus Mougeotii (Munkareynir) Merking: Sorbus er sennilega dregið af sögninni sorbeo: að sjúga upp, kyngja eða gleypa. Mougeotii þýðir munkur. Heimkynni Alpareynis er í Norður Evrópu og Alpafjöllunum. Hann getur orðið 20 m. hár í heimkynnum sínum, en verður 6 – 8 m. hár á Íslandi. Kjörlendi hans er í djúpum frjóum og meðalrökum jarðvegi.
Lesa meira
Fróðleikur
15.01.2015
Að fjárfesta í sígrænum plöntum og umhirða þeirra getur verið nokkuð dýrt og tímafrekt fyrir garðeigendur ef ekki er rétt að farið í byrjun. Þess vegna bendum við fólki á að nauðsynlegt er að taka réttar ákvarðanir í upphafi þegar farið er út í gróðursetningu og val á plöntum. Til að velja vel þarftu að hafa þrenns konar grunnhugmyndir í huga: Fyrst þarftu að vita stærð þess rýmis sem þú ætlar að gróðursetja í. Svo þarftu að gera þér grein fyrir hvort vaxtarskilyrði í garðinum þínum henti þeirri tegund sem þú hefur í huga.
Lesa meira