Nú er vorið á næsta leiti
Nú spáir veðurstofan rauðum tölum næstu daga og því vorið á næsta leiti. Ætlar þú að klippa og forma tré, hreinsa beðin, kantskera beðin, bæta við mold í beð, laga grasflötina? Þá er fullkominn tími til að byrja að huga að garðinum. Garðyrkjuvertíðin er að nálgast og við erum í fullum gangi að undirbúa komandi sumar. Hvort sem þú ert byrjandi í garðrækt eða ert með græna fingur, þá veistu að garðyrkja er gefandi leið til að eyða meiri tíma úti eða nýta þér tíma inni í gróðurhúsi ef þú ert svo heppinn að eiga eitt slíkt. Þó garðyrkja sé skemmtileg iðja getur það líka verið mjög krefjandi. En ekki hræðast við að prófa eitthvað nýtt því þannig náum við að þróa okkar garðrækt og uppgvöta nýja strauma. Allir út í garð að undirbúa sumarið því garðvinna er gefandi fyrir líf og sál.